Berglind - Gulur, rauður, grænn og salt

https://bsftassets.s3.amazonaws.com/bee/images/17d48c68-c03a-4f44-8465-c20923ee19f3/editor_images/HEM_HeimkaupxGRGS_Mail%201480x800px-02.jpg

 

Hæ!

Það kemur kannski engum á óvart en ég hreinlega elska að borða góðan mat. Mér finnst skemmtilegast að elda úr litríku hráefni … gulur, rauður, grænn og já, að sjálfsögðu smá salt. Suma daga er dagskráin mjög þétt hjá mér 😊 Skutla, sækja og allt það, þið þekkið þetta örugglega. Þá gefst ekki tími til að vera löngum stundum í eldhúsinu. Á slíkum dögum gríp ég í einföldu uppskriftirnar. Það þarf nefninlega ekki að vera flókið eða tímafrekt að elda góðan mat. Stundum er einfalt langbest.

Það gleður mig að fá að deila nokkrum af mínum uppáhalds uppskriftum með ykkur, því með réttu uppskriftirnar í höndunum geta allir orðið meistarakokkar.

Njótið vel,

Berglind Guðmundsdóttir - GulurRauðurGrænn&salt

 

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir: