
Piparmyntu brownie bitar!
Suðusúkkulaði með piparmyntu sett í brownie er eitt það besta sem þið munuð smakka, berist fram volgt með ís eða þeyttum rjóma.
40 mín
6
skammtar
2.113 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.113 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 200gr Síríus Suðusúkkulaði myntu
- 130gr smjör
- 2 tsk vanillusykur
- 100gr hveiti
- 270gr sykur
- 1/4 tsk salt
- 2 stk egg
- Hitið ofninn í 175°.
- Klæðið 20×20 cm form með bökunarpappír.
- Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti. Takið pottinn af hitanum og hrærið sykri, eggjum varlega saman við einu í einu, bætið næst vanillusykri og salti saman við.
- Blandið hveiti saman við með skeið eða sleikju og skrapið vel niður með hliðunum. Hellið deiginu í bökunarformið og dreifið úr deiginu um formið.
- Bakið í 25-30 mínútur, ef þið viljið hafa kökuna smá blauta, bakið styttra eða í um 20 mínútur.
- Látið kökuna kólna og skerið í bita, skreytið að vild með því að strá flórsykri yfir kökurnar eða myntulaufum.
Leiðbeiningar
Uppskriftin inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð: