Bruschetta með tómötum

Bruschetta er alltaf svo góður forréttur, einfaldur í framkvæmd og má bera hann fram við hin ýmsu tilefni svo sem forrétt, pinnamat eða jafnvel í brönsinn.

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 6 stk stórir tómatar
  • 4 stk Hvítlauksrif
  • 3 tsk Balsamik edik
  • 10 stk Basilliku lauf
  • 2-3 snittubrauð

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt & pipar.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að skera niður tómata í smáa bita
    2. Takið næst basiliku og saxið niður smátt
    3. Blandið saman í stóra skál tómötunum og basillaufunum
    4. Bætið 1,5 msk af olíu og edikinu saman við og blandið öllu vel saman
    5. Takið hvítlauksrif og setjið í hvítlaukspressu, blandið þeim saman við tómatblönduna ásamt smá klípu af grófu salti
    6. Kælið blönduna á meðan snittubrauðið er steikt
    7. Skerið snittubrauð í sneiðar og steikið á pönnu báðar hliðar upp úr olíu
    8. Berið fram með því að setja um 1-2 msk af tómatblöndunni á hverja brauðsneið og svo vel af parmesan osti yfir.

    Njótið vel !