St. Tropez brúnkufroða 120 ml

SÍGILDA BRÚNKAN OKKAR
Vinsælasta, einfaldasta og náttúrulegasta brúnkuvaran okkar. Þessi gyllta brúnkufroða er einföld í notkun og skilur hvorki eftir sig rákir né brúnkukremslykt. Liturinn aðlagast þínum húðlit og endist í allt að 10 daga. Blandan er margverðlaunuð, létt og klístrast ekki. Hún inniheldur jojoba og fleira sem nærir húðina og sér til þess að liturinn endist í allt að 10 daga og dofni jafnt og þétt. Berið einfaldlega á með Luxe-hanskanum til að dreifa vörunni jafnt yfir húðina. Látið svo liggja á húðinni í 4–8 klukkustundir og ljómið af sjálfsöryggi alla vikuna. Hentar þeim sem eru að prófa brúnkukrem í fyrsta sinn eða þeim sem vilja sömu traustu útkomuna aftur og aftur.
- Miðlungsdökk, gullin brúnka
- Lituð froða sem er auðvelt að bera á svo engin svæði gleymist
- Létt, þornar fljótt og smitast hvorki í föt né rúmfatnað
- Berið á með hanskanum til að fá jafna áferð og sleppa við bletti á höndunum
- Skolið af eftir 4-8 klukkustundir til að fá náttúrulega gullna brúnku sem endist í allt að 10 daga og dofnar jafnt og þétt.
- Laus við gervibrúnkulykt, ilmurinn er upplífgandi auðkennisilmurinn okkar
- Náttúruleg brúnka sem er 100% hrein, vegan og aldrei prófuð á dýrum
Skref 1. UNDIRBÚNINGUR: Fjarlægið dauðar húðfrumur og berið rakakrem á þurr svæði, hendur, fætur, ökkla og úlnliði
Skref 2. NOTKUN: Berið á með hanskanum svo ekkert svæði gleymist
Skref 3. SKOLUN: Látið liggja á húðinni í 8 klukkustundir fyrir skolun
Skref 4. LJÓMI: Brúnkan verður í meðallagi dökk og gullin á 6–8 klukkustundum. Burstið eða skrúbbið húðina daglega til að fjarlægja dauðar húðfrumur svo liturinn endist lengur
Aqua (Water/Eau), Dihydroxyacetone, PPG-5-Ceteth-20, Propylene Glycol, Glycerin, Ethoxydiglycol, Coco-Glucoside, Caramel, Phenoxyethanol, Parfum (Fragrance), Sodium Metabisulfite, Hydrolyzed Jojoba Esters, Hydroxyethylcellulose, Tocopherol, Linalool, CI 14700 (Red 4), Benzyl Salicylate, CI 19140 (Yellow 5), Hexyl Cinnamal, Caprylyl Glycol, Decylene Glycol, Citronellol, CI 42090 (Blue 1), Limonene, Geraniol, Hydroxycitronellal, Alpha-Isomethyl Ionone, Anise Alcohol, Coumarin, Sodium Hydroxide.