
Bio-Kult Pro-Cyan 45 hylki
(1)
Pro-Cyan inniheldur háþróaða þrívirka formúlu af vinveittum gerlum, trönuberjaþykkni og A vítamíni og getur stuðlar að heilbrigðu þvagfærakerfi
Hlutverk gerlanna og A vítamíns er að hjálpa líkamanum við að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Trönuber hafa lengi verið þekkt fyrir virka vel sem fyrirbyggjandi meðhöndlun gegn þvagfærasýkingum en efni í þeim getur hindrað að E.Coli bakterían nái að að fótfestu í slímhúð þvagrásar og skolar henni út með þvaginu.
Pro-Cyan er sérstaklega hannað með ófrískar konur í huga og svo mega börn einnig taka það en þá er mælt með hálfum skammti.
Þar sem gerlastofnarnir eru frostþurrkaðir þarf ekki að geyma Bio Kult í kæli. Ef hitastigið fer yfir 25° gæti verið gott að færa Bio Kult yfir í kæli/kaldari geymslustað til að viðhalda geymsluþoli vörunnar.
Notkunarleiðbeiningar:
- Daglega: 1 hylki 2x á dag
- Börn eldri en 5 ára: 1 hylki á dag
- Á meðgöngu: Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur A-vítamín, vinsamlegast ráðlegðu þig við lækni áður en þú hefur töku ef þú ert ófrísk eða ert að reyna að verða ófrísk.
- Ráðleggið ykkur ávallt við lækni ef þið eruð á öðrum lyfjum eða þjáist af einhvers konar heilsufarsvandamálum áður en þið byrjið töku á fæðubótarefnum.
Innihaldslýsingar: Trönuberjaþykkni (Vaccinium macrocarpon), örkristallaður sellulósi (umfangsauki), grænmetishylki (hýdroxýprópýl metýlsellulósi), lifandi bakteríuflóra (mjólk, soja), A-vítamín (retínýlasetat).
Lifandi bakteríuflóra: Lactobacillus acidophilus PXN® 35™, Lactobacillus plantarum PXN® 47™ (mjólkursýrugerlar)
Inniheldur soja og mjólk. Mjólkurmagnið er þó svo lítið að það ætti almennt ekki að hafa áhrif á þau sem eru með laktósaóþol.
Næringargildi (í 2 hylkjum):
- A-vítamín: 320μg RE (40% RDS)
- Proanthocyanidins: 36mg (PACs)
- RDS = Ráðlagður dagskammtur
- 1 milljarður lifandi bakteríu örvera í 2 hylkjum (1 x 109 CFU), sem eru lífvænar allt geymsluþol vörunnar, sem jafngildir 1,2 milljarða á gramm (1.2 x109 CFU)
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.