Beautyblender Original
Upprunalegi förðunarsvampurinn frá Beautyblender hjálpar þér að ná fullkominni áferð með hvaða farða, hyljara eða púðri sem er!
Beautyblender Original hefur unnið mörg verðlaun fyrir frábæra hönnun og hefur verið með vinsælustu förðunarsvömpunum frá upphafi
Beautyblender þróaði aqua-activated™ tækni sem tryggir það að svampurinn drekki í sig litla sem enga vöru
Botninn á svampinum er rúnaður sem tryggir fallega áferð og að hann nái yfir stærra svæði
Endinn á svampinum er mjórri og er fullkominn til að nota t.d. í hyljara, bólufelara eða púður undir augun
Beautyblender Original er vegan og litarefnið er eiturefnalaust og vatnsleysanlegt
Svampurinn fæst einnig í svörtu: Beautyblender Pro
Áður en þú notar svampinn í fyrsta sinn skaltu bleyta hann og kreista vatnið úr honum til skiptist þar til svampurinn hefur stækkað. Kreistu svo mest vatnið úr honum áður en þú notar hann. Einnig er hægt að nota svampinn þurran, en hann virkar best þegar búið er að bleyta hann.
Bleiki liturinn gæti lekið aðeins úr þegar þú bleytir svampinn í fyrsta skiptið. Liturinn hverfur alveg eftir að þú kreistir vatnið úr svampinum.
Mælt er með því að endurnýja svampinn á 3-6 mánaða fresti.