Vinsæla pastasalatið með eggjum, avocado og fetaosti

Verður varla mikið einfaldara en þessi gómsæti pastaréttur, þegar tíminn er lítill kemur þessi sterkur inn!

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 400 g Penne pasta
 • 270 ml Sýrður rjómi
 • 1/2 Rauðlaukur, saxaður smátt
 • 4 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 4 avocado, mjúk
 • 4 Harðsoðin egg
 • 300 g Fetaostur
 • 0.5 tsk Salt
 • 0.5 tsk Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Skerið hráefnin niður og setjið saman í skál.
  3. Bætið að lokum kældu pasta saman við og smakkið til með salti og pipar.