Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni

Fyrir mér er þetta hinn fullkomni kvöldmatur þar sem öllu skellt í einn pott og látið malla dágóða stund. Síðan er dásemdarinnar notið með fjölskyldunni. Þessi pottréttur leikur við bragðlaukana en hann inniheldur meðal annars kjúkling, beikon og eggaldin. Svona réttir eru einmitt tilvaldir þegar margir koma saman og geta oft á tíðum einfaldað manni lífið til muna.

2 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500 g Kjúklingabringur
 • 2 msk Smjör
 • 1 Laukur
 • 2 Hvítlauksrif
 • 250 g Sveppir
 • 1/2 Eggaldin
 • 250 g Beikon
 • 70 g Tómatpúrra
 • 500 ml Matreiðslurjómi
 • 1 Rauð paprika
 • 2 msk Paprikukrydd
 • 1 stk Salt
 • 1 stk Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri í stórum potti.

  2. Skerið sveppina í sneiðar og steikið við háan hita þar til allt vatnið er farið úr þeim.

  3. Skerið eggaldin í tvennt, langsum, og skerið þvert í þunnarsneiðar.

  4. Setjið eggaldin og papriku í pottinn ásamt 1 msk af paprikudufti og steikið í 4–5 mínútur.

  5. Hellið öllu yfir í skál og leggið til hliðar. Skerið kjúkling og beikon í munnbita og steikið upp úr olíu saman í potti þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

  6. Setjið tómatpúrru og matreiðslurjóma í pottinn og hitið. Bætið grænmetinu saman við og saltið og piprið að eigin smekk. Látið réttinn malla við lágan hita í 1- 2 klukkustundir.