Vegan Chili Con Carne

Góður réttur og einfaldur, hægt er að bæta svo að vild tortilla snakki, sýrðum rjóma og rifnum osti.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stykki rauðlaukur
  • 3 stykki gulrætur
  • 2 stykki sellerí
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 msk chili kryddblanda
  • 2 dósir saxaðir tómatar
  • 1 dós pinto baunir
  • 2 dósir svartar baunir
  • 1 dós maís baunir
  • 2 stk grænmetisteningar

    Leiðbeiningar

    *Athugið að innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt,pipar og olíu. *

    Innihald:

    2 msk ólífu olía 1 stk rauðlaukur ( fínt saxaður) 2 stk meðalstórar gulrætur ( saxaðar) 2 stk sellerí stönglar (saxaðir) ½ tsk salt 4 stk hvítlauksríf (pressuð) 2 msk Chili krydd 2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum 1 dós pinto baunir (þvegnar og sigtaðar) 2 dósir svartar baunir (þvegnar og sigtaðar) 1 dós gular baunir ( vatnið sigtað frá) 2 stk grænmetisteningur ( leystur upp í 1dl af vatni)

    Aðferð:

    1. Byrjið á steikja á pönnu með olíu, rauðlaukinn, gulrætur og sellerí.
    2. Bætið hvítlauknum og öllum kryddunum saman við og hrærið vel saman í
    3. um 1 mínútu.
    4. Leysið grænmetisteninga upp í 1 lítra af vatni.
    5. Bætið í pott tómötunum, sigtuðum baununum (alltaf gott að skola baunirnar og sigta vatnið frá ) og grænmetisteningunum og leyfið að hitna aðeins og hrærið vel saman.
    6. Blandið hráefnunum sem eru á pönnunni út í pottinn og leyfið að sjóða í um 35 mínútur við meðal hita, gott að hræra í af og til.
    7. Takið um 1/3 af chili blöndunni og setjið í matvinnsuvél og bætið aftur saman við.