
Tortillupizza með taco hakki í sætri bbq sósu
Eru ekki allir að leita af fleiri uppskriftum sem innihalda hakk? Hérna er einföld tegund að pizzu sem slær í gegn.
30 mín
4
skammtar
3.327 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.327 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 4 Tortillur
- 500 g Nautahakk
- 2 tsk Taco krydd
- 2 dl BBQ sósa
- 200 g Maískorn
- 1 Rauð paprika, skorin í litla teninga
- 1 Rauðlaukur, saxaður
- 300 g Cheddar ostur
- Ostasósa
- Saxað salat
- Sýrður rjómi
Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakk og saxaðan lauk. Bætið tacokryddinu saman við.
Raðið tortillum á ofnplötu með smjörpappír og hitið í 180°c heitum ofni í 5 mínútur
Skiptið nautahakkinu á tortillurnar og látið ost yfir kjötið og látið aftur inn í ofn í um 10 mínútur eða þar til tortillurnar eru orðnar stökkar.
Berið fram með t.d. sýrðum rjóma, ostasósu og káli.