Tortilla rúllur- skinka, ostur og grænmeti

Tortilla í nesti, klikkar ekki! Hérna kemur hugmynd af útfærslu af einni slíkri í nesti, verið svo óhrædd við að skipta út og prófa nýtt álegg.

20 mín

2
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki Tortilla
  • 1 dós Salsa
  • 1 pakki Ostur
  • 1 pakki Rjómaostur
  • 1 pakki Skinka
  • 1 stk Kálhaus

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að smyrja rjómaosti og salsa sósu á tortilla vefjur

    2. Leggið næst skinku, ost og salatblað og rúllið vefjunum upp

    3. Skerið í minni bita eða berið fram sem lengri vejur, getur verið gott að stinga einum tannstöngul í gegnum vefjuna til að halda henni saman.