
Tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlum
35 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 5 stk Hvítlauksgeirar
- 15 g Fersk basilika - 12 lauf
- 500 g Pasta
- 10 stk Litlir tómatar
- 30 g Goðdala Feykir
- 50 g Furuhnetur
- 180 g Mozzarella kúlur
- 50 ml Ólífuolía
- 600 g Heilir tómatar
Hitið ólífuolíu í potti yfir vægum hita, saxið smátt niður hvítlauk og setið saman við.
Leyfið olíunni að sjóða létt þar til hvítlaukurinn er orðið ljós gylltur að lit.
Hellið tómötunum í dós saman við ásamt safanum, grófsaxið þá með kartöflustappara eða sleif, passið þó að stappa þá ekki of mikið þar sem sósan á að vera gróf.
Grófsaxið ferska basilíku og blandið saman ásamt salti og pipar og látið sósuna sjóða í það minnsta 10 mínútur yfir meðalháum hita. Sósan á að þykkna.
Á meðan sósan þykknar sjóðið þið pasta í söltuðu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu.
Þegar pastað er soðið, hellið vatninu af og blandið því strax saman við sósuna.
Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Setjið pastað á fallegan disk eða í grunna skál.
Skerið niður ferska tómata og raðið þeim yfir pastað ásamt mozzarellakúlum og rifnum Goðdala Feyki eða parmesan osti.
Ristið furuhnetur ásamt 1 msk. af ólífuolíu, gætið þess að hræra stanslaust í hnetunum því þær brenna auðveldlega. Þetta tekur um 2-3 mínútur.
Hellið hnetunum yfir pastað ásamt nokkrum ferskum laufum af basilíku.
Gott er að bera pastað fram með auka skammti af Feyki eða parmesan, góðri ólífuolíu og meira sjávarsalti fyrir þá sem vilja.
Hægt er að bera fram pastað heitt eða kalt.