
Tómat & Basil súpa
Einstaklega bragðgóð og létt súpa, hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Ef fólki finnst súpan eins og sér ekki nóg, er tilvalið að sjóða pasta og bera fram með til að blanda saman við súpuna.
55 mín
4
skammtar
1.163 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.163 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 4 stk hvítlauksrif
- 800 gr tómatar saxaðir
- 400 ml kókosmjólk
- 2 stk grænmetisteningar
- 3-4 stönglar af ferskri basiliku ( smakkist tl)
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni sem þarf í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.
Aðferð:
Byrjið á að steikja hvítlauksgeira á heitri pönnu upp úr smá olíu. Setji í pott 500 ml vatn, tómatana, kókosmjólk, hvítlaukinn og leyfið að malla í um 20 mínútur. Bætið Grænmetiskraft saman við ásamt salti og pipar, smakkið til. Saxið um það bil 3-4 stöngla af ferskri basiliku og lækkið hitann. Leyfið þessu að blandast saman í hitna í um það bil 20- 30 mínútur.
Ef þið viljið extra matmikla máltíð eru sniðugt að sjóða pasta og bera það fram með súpunni, jafnvel blanda því saman.
Verði ykkur að góðu!