Tikka masala grænmetisætunnar

Frábær grænmetisréttur sem er tilvalinn í kvöldmatinn!

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1/2 laukur, smátt saxaður
 • 600 g Blómkál
 • 400 g Saxaðir tómatar
 • 2.5 dl Kókosmjólk
 • 1 stk Grænmetiskraftur
 • 5 g Kóríander
 • 10 ml Olía til steikingar
 • 1.5 msk Garam masala
 • 1 tsk Kóríanderkrydd
 • 1 tsk Cumin
 • 1 tsk Paprikukrydd
 • 1 stk Salt
 • 1 stk Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, garam masala, kóríander, kúmin og paprikukrydd í um 1-2 mínútur (hrærið stöðugt) eða þar til blandan er farin að gefa frá sér góðan ilm.

  2. Skerið blómkálið niður og bætið út á pönnuna og steikið áfram í 2 mínútur.

  3. Bætið þá tómötum, kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við og látið malla í 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

  4. Bætið kjúklingabaunum saman við og hitið í 3-4 mínútur til viðbótar.

  5. Setjið í skál og berið fram með hrísgrjónum og etv. fersku kóríander.