Þristamús

Súkkulaðimús með þrista ívafi, einstaklega góður eftirréttur.

1 klst 20 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 250 g Þristur
  • 500 ml Rjómi
  • 30 g Flórsykur
  • 5 stk Eggjarauður

    Leiðbeiningar

    Hérna kemur uppskrift af einstaklega góðri þristamús, það má svo auðvitað setja hvaða súkkulaði sem passar best hverju sinni.

    Aðferð:

    1. Skerið niður þrista og bræðið í potti við vægan hita ásamt 150 ml af rjóma.
    2. Leyfið að kólna vel áður en önnur hráefni bætast saman við.
    3. Léttþeytið 350 ml af rjóma og leggið til hliðar á meðan eggjarauðum og flórsykri er blandað saman.
    4. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjrauðurnar & flórsykurinn.
    5. Að lokum er svo rjómanum velt varlega saman við blönduna, blandan sett í lítil glös eða skálar og svo látið kólna í að minnsta kosti klukkustund áður en borið er fram.
    6. Berið fram með þeyttum rjóma, nokkrum söxuðum þristum eða berjum.

    Gleðilega hátíð!