Taco veisla!

Hver elska ekki Taco? Steikja hakk, skera niður grænmeti og bera það fram með stökkum taco skeljum nú eða mjúkum tortillum ...

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 dós Salsa sósa
 • 1 poki Rifinn ostur
 • 1 stk Salat
 • 1 stk Taco krydd
 • 1 stk Paprika
 • 1 dós Sýrður rjómi
 • 500 g Hakk
 • 1 pakki Taco skeljar

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

  Aðferð

  1. Byrjið á að steikja hakkið á pönnu og kryddið með góðu taco kryddi, mér finnst alltaf gott að hella svo smá vatni saman við og láta sósuna verða meira fljótandi.

  2. Skerið niður gænmeti til að bera fram.

  3. Setjið taco skeljarnar aðeins í ofninn, þær eru betri volgar að mínu mati.

  4. Setjið ostasósuna í pott og hitið aðeins.

  5. Berið allt saman fram og leyfið hverjum og einum að gera sína uppáhalds taco skel.

  Njótið vel !