
Taco með grilluðum risarækju í hvítlauksmareneringu
Hvernig hljómar að grilla risarækjur, mareneraðar upp úr hvítlauk og allt svo sett saman í taco? Uppskrift af æðislegum kvöldverði, bæði hversdags og fyrir matarboðið, þetta getur ekki klikkað.
30 mín
4
skammtar
5.071 kr.
Setja í körfu
Hráefni
5.071 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500-600gr risarækja ( 2 pakkar)
- 5 msk smjör
- 4 stk hvítlauksrif pressuð
- Safi úr 1/2 sítrónu
- 15-20gr fersk steinselja söxuð
- 1/4 biti af ferskum chili (má setja meira eftir smekk) saxaður smátt
- 1 -2 pakkar tortilla pönnukökur
- Smá chili mæjó á tortilluna
- 1 stk rauðlaukur saxaður
- Ferskt salat
- 1 stk Tómatar
- Byrjið á setja 5 msk af smjör í pönnu við vægan hita
- Pressið 4 hvítlaukssrif og bætið þeim saman við smjörið og hrærið
- Saxið niður 1/4 af ferskum chjili ( má setja aðeins meira fer eftir smekk)
- Saxið niður 15-20gr af steinsselju
- Takið af hitanum og bætið safa úr 1/2 sítrónu við, hrærið vel saman
- Leggið rækjurnar í mareneringuna og stingið þeim næst á grillpinna
- Grillið rækjurnar á báðum hliðum, berið þær fram með tortilla pönnukökum, fersku grænmeti og mæjó!
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð: