Surf og turf veisla- uppskrift af góðri helgi!

Taktu matarboðið alla leið í sumar og blandaðu saman góðu nautakjöti & hvítlauks humri, þetta mun slá í gegn.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Sítróna
  • 1 pakki Steinsselja
  • 1 dós Sýrður tjómi
  • 1 pakki Hvítlaukur
  • 1 stk Smjör
  • 1 pakki Nautasteik
  • 1 pakki Humar

    Leiðbeiningar

    Hvítlaukssósa

    1. Byrjið á að taka 1 dós af sýrðu rjóma og hræra upp í henni
    2. Saxið um það bil lúku af ferskri steinsselju og setjið saman við
    3. Kreistið safa úr 1 sítrónu saman við
    4. Saltið og piprið vel
    5. Að lokum eru 2 pressuð hvítlauksrif sett saman við
    6. Öllum hrært vel saman og geymt í kæli í nokkrar klukkustundir.

    Humar

    1. Byrjið á að hita grillið
    2. Bræðið smjör á pönnu og pressið 1-2 hvítlauksrif saman við (hvítlaukssmjör)
    3. Klippið humarinn upp að ofanverðu
    4. Penslið humarinn vel af hvítlaukssmjöri
    5. Grillið humarinn í um 10-15 mínútur á glóðheitu grillinu

    Nautasteik

    1. Penslið steikina aðeins með góðri olíu
    2. Kryddið með salti og pipar
    3. Steikið í nokkrar mínútur á grillinu
    4. Leyfið steikinni aðeins að jafna sig áður en skorið er í bitana

    Berið fram humar, steik, hvítlaukssósuna ásamt góðu meðlæti svo sem bakaðri kartföflu eða grilluðum aspas.