Sumarsalat með beikonkjúklingi, bláberjum, fetaosti og balsamikdressingu

Ferskt og sumarlegt kjúklingasalat með beikoni, fetaosti og bláberum!

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Innihaldslýsing

  • 700 g Kjúklingabringur
  • 12 sneiðar beikon
  • 2 Avókadó
  • 100 g Bláber
  • 75 g Klettasalat
  • 50 g Ristaðar furuhnetur
  • Salatostur
  • Salt
  • Pipar

Balsamik dressing

  • 4 msk Balsamik edik
  • 2 msk Hunang
  • 2 tsk Dijon sinnep
  • 2 msk Ólífuolía
  • Svartur pipar

    Leiðbeiningar

    1. Þerrið kjúklingabringurnar með eldhúspappír og vefjið 3-4 beikonsneiðum utanum hverja bringu.

    2. Grillið kjúklingabringurnar á grilli eða setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.

    3. Hrærið öllum hráefnunum fyrir dressinguna saman í skál og bætið við sinnepi eða hunangi ef þarf.

    4. Setjið hráefnin fyrir salatið saman á disk eða í skál. Skerið kjúklingabringurnar í bita og leggið yfir.

    5. Hellið smá af dressingunni yfir og berið afganginn fram með salatinu.