Sumarlegt salat að hætti Unu

Hérna kemur einstaklega ljúft salat, fullkomið á pallinn í sólinni í sumar.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 pakki Jarðarber
 • 1 pakki Kjúklingur
 • 200 g Kotasæla
 • 2 stk Avocado
 • 100 g Spínat

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema salt, pipar og olíu.

  Aðferð

  1. Byrjið á að skera bringurnar í bita og steikið á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar eða kryddi að eigin skapi, leyfið kjúklingnum aðeins að kólna
  2. Skolið spínatið og jarðarberin og skerið berin niður og setjið allt saman í skál og blandið
  3. Hreinsið avokadóið og skerið það í ræmur og blandið saman við salatið
  4. Að lokum er kjúklingabitunum bætt saman við og kotasæla hrærð saman við salatið.

  Verði ykkur að góðu !