Sumarlegt kartöflusalat
Þetta kartöflusalat með eggjum, beikonbitum og vorlauk er eitt það besta sem þið hafið bragðað.
50 mín
4
skammtar
3.960 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.960 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 800 g Kartöflur, soðnar og kældar
- 3 Vorlaukar, sneiddir
- 1 rauð paprika, skorin í litla teninga
- 1 rauðlaukur, saxaður
- 10 g Steinselja fersk, söxuð
- 3 egg harðsoðin, skorin í bita
- 80 g Beikon
- 180 g Sýrður rjómi
- 3 msk Majónes
- 2 msk Dijon sinnep
- 2 tsk Paprikukrydd
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
- Raðið beikoninu í ofnfast mót og eldið í 200°c heitum ofni þar til beikonið er orðið stökkt.
- Hellið fitunni af beikoninu í skál og bætið sýrðum rjóma, majonnesi og sinnepi saman við. Kryddið með paprikukryddi og smakkið til með salti og pipar.
- Blandið kartöflum, vorlauk, papriku, lauk og steinselju saman í skál. Hrærið dressingunni saman við. Bætið að lokum beikoninu og eggjunum varlega saman við. Kælið í að minnsta kosti 30-60 mínútur áður en salatið er borið fram.