Sumarleg og sæt eplakaka!

Það gerist ekki sumarlegra en volg eplakaka í eftirmat með vanilluís.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 stk Jonar gold epli
 • 1 stk Kanill
 • 200gr sykur
 • 200gr smjör mjúkt
 • 4 stk egg
 • 120gr hveiti
 • 2 tsk lyftiduft

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að hita ofninn við 180 gráður blástur
  2. Hrærið saman smjör & sykur
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu
  4. Bætið næst hveiti og lyftidufti saman við og hrærið öllu vel saman.
  5. Setjið deigið í vel smurt hringlaga form,skrælið epli og skerið í þunnar sneiðar og leggið ofan á deigið, blandið kanilsykur og stáið yfir.
  6. Mér finnst gott að setja smá kókosmjöl yfir í lokin en það er val.
  7. Bakið í um 30-35 mínútur og berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.