Súkkulaðiperlukökur

Frábær uppskrift sem gerir 18-20 stykki.
20
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Smákökur

 • 190 g Hveiti
 • 1 tsk Lyftiduft
 • 0.5 tsk Matarsódi
 • 0.5 tsk Salt
 • 120 g Smjör, við stofuhita
 • 100 g Sykur
 • 70 g Púðursykur
 • 1 stk egg
 • 2 tsk Vanilludropar
 • 50 g Suðusúkkulaðidropar
 • 50 g Rjómasúkkulaðidropar
 • 100 g Súkkulaðiperlur

Skraut

 • 200 g Suðusúkkulaði, brætt
 • 100 g Súkkulaðiperlur

  Leiðbeiningar

  Smákökur 1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til hliðar. 2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. 3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli. 4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega. 5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota sleikju. 6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi). 7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með bökunarpappír. Hafið gott bil á milli. 8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út og kælið.

  Skraut 9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á bökunarpappír. 10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.