Súkkulaðikaramellumús

Frábær eftirréttur og tilvalin fyrir hátíðir. Þessi uppskrift gerir 8-12 glös/skálar
8
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Súkkulaðikaramellumús

 • 400 g Síríus Suðusúkkulaði karamella & salt
 • 100 g Smjör
 • 4 stk Egg
 • 500 ml Rjómi, þeyttur

Toppur og skreyting

 • 500 ml Rjómi, þeyttur
 • 1 pakki Suðusúkkulaði, saxað eftir smekk
 • 1 pakki Kirsuber

  Leiðbeiningar

  Leiðbeiningar

  Súkkulaðikaramellumús

  1. Hitið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði þar til allt er bráðnað, takið þá blönduna af hitanum og leyfið henni að standa við stofuhita í um 10 mín (hrærið í af og til).
  2. Pískið eggin í skál, blandið þeim í litlum skömmtum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel á milli.
  3. Setjið nú um fjórðung þeytta rjómans saman við súkkulaðiblönduna með sleikju og hrærið saman. Blandið að lokum restinni af rjómanum saman við þar til súkkulaðimúsin verður ljósbrún og jöfn.
  4. Skiptið niður í glös/skálar og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en þið skreytið. Toppur og skreyting
  5. Sprautið þeytta rjómanum á músina með breiðum hringlaga stút.
  6. Toppið eftir smekk með söxuðu súkkulaði og kirsuberjum.