
Spaghetti bolognese
Hver elskar ekki gott Spaghetti bolognese? Hérna kemur einstaklea bragðgóð uppskrift sem hentar vel fyrir fjölskylduna í kvöldmatinn.
40 mín
4
skammtar
1.662 kr.
Setja í körfu
1.662 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Laukur saxaður
- 1 stk Paprika niðurskorin
- Smá af hvítlauks & chili kryddinu ( fer eftir smekk)
- 500 gr Nautahakk
- 500 gr Spaghetti sósa
- 500 gr Pasta
- 1-2 stk Hvítlauksbrauð
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt & pipar.
Aðferð:
Byrjið á að steikja hakkið á pönnu og þegar það er farið að brúnast er fínsaxaður laukur settur saman við hakkið ásamt einni papriku (niðurskorin), þetta svo saltað & piprað að vild. Bætið pastasósunni saman við og látið malla í um 15 mínútur við vægan hita. Mér finnst mjög gott að bæta aðeins saman við kryddinu Chili & garlic frá Cape & herb spice, það gefur þessum rétt gótt bragð. Sjóðið því næst pasta eftir leiðeiningum, hellið vatninu svo af og setjið í skál.
Berið þetta fram saman ásamt fersku salati & hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu!