Spaghetti að hætti rómverja

Ítalía er í miklu þema í þessari uppskrift og fékk því nafnið spaghetti rómverja, hentar vel fyrir 4 og er einfaldur í framkvæmd.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500 g Spaghetti
 • 200 g Parma skinka eða beikon
 • 200 g Kirsuberjatómatar
 • 1/2 rauðlaukur, saxaður
 • 1 dl Hvítvín
 • 100 g Parmesan ostur, rifinn
 • 0.5 tsk Salt
 • 1 msk Ólífuolía

  Leiðbeiningar

  1. Skerið parmaskinkuna (má einnig nota beikon) í litla bita og steikið upp úr olíu.
  2. Setjið rauðlaukinn saman við. Þegar þetta hefur fengið gylltan lit bætið þá hvítvíni saman við og síðan tómatana. Látið malla við meðalhita.
  3. Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningum.
  4. Þegar það er soðið stráið ríflegu magni af parmesan yfir og berið fram strax.