Spagetti Carbonara

Einfalt og gott pasta með beikon bitum og parmsean osti !

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 200 g Beikon
 • 150 g Parmsean ostur
 • 400 g Spagetti
 • 1 Hvítlauksrif
 • 50 g Smjör
 • 1 stk Egg

  Leiðbeiningar

  1. Skerið beikonið í fína bita.
  2. Rífið parmesan ostinn niður.
  3. Léttþeytið eggin saman í skál og bætið smá pipar saman við.
  4. Hitið vatn að suðu og smá salti út í.
  5. Sjóðið spaghetti þar til það er eldað.
  6. Pressið hvítlauksgeirana í hvítlaukspressu.
  7. Hitið smjörið á pönnu og setjið beikonið og hvítlaukinn saman við. Steikið á lágum hita í um 5 mínútur og hrærið reglulega.
  8. Takið eldað spaghetti og látið á pönnuna með hvítlauknum og beikoninu.
  9. Setjið um helminginn af rifna parmasean ostinum saman við eggin og hrærið létt.
  10. Takið hitann af pönnunni og hellið eggjablöndunni saman við spagettíið. Gott er að nota tangir eða sambærilegt áhald til að lyfta pastanu upp og hæra, eggin blandast þannig betur við pastað og festast ekki við pönnuna.
  11. Gott er að bæta nokkrum matskeiðum af pastavatninu saman við, til að pastað verði ekki of þurrt.
  12. Setjið pasta á disk og stráið rifnum osti, svörtum pipar og jafnvel smá ferskri steinsselju að vild.

  Njótið vel !