Snjókarla smákökur

Skemmtilegar & bragðgóðar smákökur sem krakkar elska!

1 klst

1
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 250gr Hveiti
  • 1 stk egg
  • 100gr smjör
  • 80gr púðursykur
  • 100 gr sykur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 100 gr súkkulaði
  • 300gr hvítir súkkulaðidropar
  • 100gr súkkulaðiperlur

    Leiðbeiningar

    Fjöldi 10 kökur

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt.

    Hráefni

    Smákökur

    • 100 g smjör við stofuhita
    • 80 g púðursykur
    • 100 g sykur
    • 1 egg
    • 1⁄2 tsk vanilludropar
    • 250 g hveiti
    • 1⁄2 tsk. matarsódi
    • 1⁄2 tsk. salt
    • 100 g gróft brytjað Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

    Skraut

    • 300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
    • 100 g 56% Síríus Barón súkkulaði Síríus súkkulaðiperlur

    Aðferð

    1. Setjið smjör, púðursykur og sykur í skál og hrærið þar til blandan verður létt og loftmikil. Bætið þá egginu út í og hrærið saman við. Bætið því næst vanilludropunum út í.

    2. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti og hrærið saman við deigið, eins lítið og þið komist upp með (hætta um leið og allt hveitið hefur blandast saman við).

    3. Skerið niður suðusúkkulaðið og blandið því saman við deigið með sleikju.

    4. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 30 mín.

    5. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C, undir- og yfirhita.

    6. Útbúið kúlur úr deiginu í tveimur mismunandi stærðum, 1 msk. og 1 kúfaðri msk, og raðið saman á ofnplötu þannig að ein minni kúla og ein stærri kúla klessist saman. Bakið í 8-10 mín.

    7. Látið kökurnar kólna.

    8. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði. Dýfið framhliðinni á smákökunum ofan í hvíta súkkulaðið svo myndi hjúp, látið stirðna.

    9. Bræðið Barón súkkulaði og setjið í sprautupoka með stút sem er með litlu opi, sprautið andlit, þrjár doppur á magann, trefil og hatt, notið appelsínugula súkkulaðiperlu fyrir nef og festið á snjókarlana með bræddu súkkulaði.