Skinkupasta sem slær alltaf í gegn

Í þennan rétt er tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni.

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400 g Pasta
  • 1 stk Blaðlaukur
  • 1 stk Paprika
  • 5 stk Hvítlauksrif
  • 400 g Skinka
  • 500 ml Rjómi
  • 1 stk Grænmetiskraftur
  • 1 stk Pipar eftir smekk

    Leiðbeiningar

    1. Skerið grænmetið smátt og skinkuna í litla bita. Saxið hvítlaukinn smátt.
    2. Setjið olíu á pönnu og steikið grænmetið ásamt hvítlauknum. Hrærið stöðugt í á meðan og bætið þá skinkunni saman við.
    3. Bætið elduðu pasta saman við. Piprið.
    4. Hellið rjómanum út á pönnuna og grænmetiskraftinum. Hrærið vel saman og látið malla (ekki sjóða) við vægan hita í 5-10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.