Sítrónupasta

Uppskriftin í dag er óður til sumarsins. Því hvað er sumarlegra en sítrónur? Þessa uppskrift minnir mig að ég hafi rekist á í Gestgjafanum fyrir mörgum árum síðan kannski 10 -15 árum en ég hef reglulega hugsað til hennar síðan en aldrei fundið aftur – fyrr en nú.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g Spaghetti
  • 8 stk Hvítlauksrif
  • Safi úr fjórum sítrónum og börkur af einni sítrónu
  • 500 ml Rjómi
  • 2 msk Rjómaostur
  • 10 g Steinselja
  • 100 g Parmesan ostur
  • 1 stk Salt eftir smekk
  • 1 stk Pipar eftir smekk

    Leiðbeiningar

    1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningu á pakkningu.
    2. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlauk. Passið að hann brenni ekki.
    3. Bætið sítrónusafanum út og láta malla örlítið en ekki sjóða.
    4. Hellið rjómanum út í ásamt rjómaosti og láta malla.
    5. Bætið við parmesanosti og steinselju blanda vel saman.
    6. Hellið vatninu af pastanum og blandið skvettu af því því saman við sósuna.
    7. Berið fram strax og piprið hressilega.