Sítrónukaka

Hin fullkomna kaka inn í helgina, fyrir saumaklúbbinn nú eða bara í eftirrétt. Ljós vanillukaka með sítrónubragði og glassúr.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 egg
  • 1 dl sykur
  • 1/2 dl olía
  • 1/2 dl mjólk
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk matarlitur gulur

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Byrjið á að stilla ofninn á 180 gráður blástur
    2. Þeytið vel saman egg, sykur og olíu
    3. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman
    4. Smyrjið form og setjið deigið í það
    5. Bakið í miðjum ofni í um það bil 20-25 mínútur
    6. Leyfið kökunni aðeins að kólna og leggið svo glassúr yfir hana / einfaldur glassúr eru gerður úr 2dl af flórsykri og 1 msk af heitu vatni.

    Svo má endilea skreyta aðeins kökuna með rifnum sítrónuberki.

    Njótið vel !