Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Hollt og gott salat sem allir þurfa að prófa!

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 Sæt kartafla
  • 300 g Perlubygg
  • 1 Rauðlaukur
  • 2 Hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 sítróna
  • 100 g Valhnetur
  • 50 g Graskersfræ
  • 10 g Steinselja
  • 2 msk Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • 150 g Salatostur
  • 2 msk Ólífuolía
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Afhýðið sætar kartöflur og skerið í litla teninga. Setjið í ofnfast mót og hellið ólífuolíu yfir. Eldið við 180°c í um 30 mín eða þar til mjúkar.

    2. Sjóðið byggið skv leiðbeiningum á pakkningum.

    3. Setjið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlauk.

    4. Fínrifið börkinn á sítrónunni og setjið saman við hvítlaukinn.

    5. Setjið sólþurrkaða tómata saman og safanum af hálfri sítrónu.

    6. Hellið blöndunni yfir heitt og fulleldað perlubyggið.

    7. Bætið sætum kartöflum, graskersfræjum og söxuðum pekanhnetum saman við og kælið.

    8. Bætið saxaðri steinselju, fetaosti, salti og pipar.