Sætkartöflumús með pekanhnetum

Þessi dásamlega sæt kartöflumús er ein sú allra besta sem að þið munið smakka! Fullkomin með hátíðarmatnum.

50 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 meðal stórar kartöflur
  • 1 stykki egg
  • 100 grömm
  • 1 tsk kanill
  • 50 grömm bráðið smjör
  • 80 grömm pekan hnetur
  • 1/2 dl mjólk

    Leiðbeiningar

    Innihald

    • 2 sætar kartöflur
    • 50 g smjör, bráðið
    • 1 tsk. kanill
    • 1 egg
    • 100 g púðursykur
    • 80 g saxaðar pekanhnetur
    • ½ dl mjólk
    1. Byrjið á að sjóða kartöflurnar og flysja þær.
    2. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í skál ásamt egginu, 25 g af smjörinu, mjólkinni. Stappið vel saman og færið yfir í eldfast form.
    3. Blandið saman púðursykri og pekanhnetum og stráið yfir kartöflumúsina. Bræðið 25 g af smjöri og hellið yfir púðursykurinn og hneturnar.
    4. Setjið inn í ofn við 170 gráður og bakið í um 30 mínútur