
Rjómpasta með rækjum
Það er fátt sem toppar rjómalagað pasta með risarækjum og nóg af parmasean osti !
35 mín
4
skammtar
6.233 kr.
Setja í körfu
Hráefni
6.233 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 gr pasta
- 450 gr Risarækja
- 1 tsk paprikukrydd
- 1 tsk Hvítlaukskrydd
- 200gr Rjómaostur með chili
- 2 dl rjómi
- Parmesan ostur eftir smekk
- Steinselja eftir smekk
- Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Setjið rækjurnar í skál ásamt kryddinu og blandið vel saman.
- Látið rækjurnar standa og jafna sig aðeins þar til sósan er tilbúin.
- Setjið rjómaost og rjóma saman í pott og bræðið ostinn saman við rjómann á meðal hita.
- Bætið saman við pastasoði og rifnum parmesan osti.
- Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
- Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækjurnar í um 5 mínútur eða þar til þær eru orðnar bleikar að lit.
- Þegar rækjurnar eru tilbúnar eru þær settar saman við pastað og rjómaostasósuna.
- Berið fram með parmesan osti, ferskri steinsselju og pipar!
Leiðbeiningar
Hérna kemur uppskrift af dásamlegi rjómapasta með risarækjum.
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar og olíu.
Aðferð:
Njótið vel !