Rjómpasta með rækjum

Það er fátt sem toppar rjómalagað pasta með risarækjum og nóg af parmasean osti !

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 gr pasta
  • 450 gr Risarækja
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk Hvítlaukskrydd
  • 200gr Rjómaostur með chili
  • 2 dl rjómi
  • Parmesan ostur eftir smekk
  • Steinselja eftir smekk

    Leiðbeiningar

    Hérna kemur uppskrift af dásamlegi rjómapasta með risarækjum.

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar og olíu.

    Aðferð:

    1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
    2. Setjið rækjurnar í skál ásamt kryddinu og blandið vel saman.
    3. Látið rækjurnar standa og jafna sig aðeins þar til sósan er tilbúin.
    4. Setjið rjómaost og rjóma saman í pott og bræðið ostinn saman við rjómann á meðal hita.
    5. Bætið saman við pastasoði og rifnum parmesan osti.
    6. Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
    7. Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækjurnar í um 5 mínútur eða þar til þær eru orðnar bleikar að lit.
    8. Þegar rækjurnar eru tilbúnar eru þær settar saman við pastað og rjómaostasósuna.
    9. Berið fram með parmesan osti, ferskri steinsselju og pipar!

    Njótið vel !