Rjómaostafylltar brauðbollur

Þessar rjómaostafylltu brauðbollur slá ávallt í gegn. Þeim svipar til hvítlauksbrauðs, nema þær eru bara svo miklu meira, betra og skemmtilegra. Fljótlegar í gerð og einfalt að taka í sundur. Það er alveg ráðlegt að tvöfalda uppskriftina því þessar hverfa hratt.

30 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 6 Brauðbollur
 • 2 dl Rifinn mozzarellaostur
 • 200 g Rjómaostur með graslauk og lauk
 • 100 g Smjör
 • 2 tsk Dijon sinnep
 • Vorlaukur til skrauts
 • 2 tsk Ítalskt krydd
 • 1 tsk Salt
 • 1 tsk Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Afþýðið brauðbollurnar og skerið 3-4 línur í brauðbollurnar langsum og þversum. Látið skurðinn ná neðarlega í bollurnar, en þó ekki alveg niður.

  2. Blandið rjómaosti og mozzarella vel saman í skál og blandið vel saman. Látið blönduna í skurðinn á brauðbollunum.

  3. Bræðið smjörið og látið Dijon sinnep, ítalskt krydd, sjávarsalt og svartan pipar saman við. Dreypið smjörblöndunni yfir ostinn á brauðbollunum með skeið.

  4. Setjið á bökunarplötu og bakið við 180°c í um 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og brauðbollurnar eru farnar að fá gylltan lit.