Rjómalagað pasta með hvítlauk, spínati og tómötum

Frábær pastaréttur sem er sívinsæll!

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 300 g Pasta
 • 5 stk Beikon
 • 5 hvítlauksrif, pressuð
 • Handfylli ferskt spínat
 • 250 g Kirsuberjatómatar
 • 350 ml Rjómi
 • 100 g parmesan, rifinn
 • 400 g Kjúklingabringur
 • 1 tsk Salt
 • 1 stk Pipar
 • 2 tsk Ítalskt krydd
 • 1 tsk Paprikukrydd
 • 0.5 tsk Chilíflögur

  Leiðbeiningar

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

  2. Steikið beikon á pönnu þar til það er orðið stökkt. Takið af pönnunni og þerrið á eldhúspappír.

  3. Skerið kjúkling í þunna strimla og steikið upp úr beikonfeitinni. Kryddið með salti, pipar, ítölsku kryddi og paprikukryddi. Steikið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

  4. Bætið hvítlauk út á pönnuna og mýkjið. Skerið tómatana í fernt og bætið út á pönna ásamt spínati. Þegar spínatið er orðið mjúkt bætið þá rjóma, parmesan og chilíflögum saman við og látið malla í nokkrar mínútur.

  5. Setjið pasta í skál og hellið öllum hráefnum af pönnunni yfir pastað. Bætið beikoni saman við og stráið parmesanosti yfir allt.