Rjómalagað Kjúklingapasta

Eitthvað sem að hittir alltaf í mark á mínu heimili, einfalt og bragðgott pasta með kjúkling.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 4-5 stk hvítlauksrif
  • 3 msk smjör
  • 200 gr sveppir
  • 700-800 gr kjúklingur
  • 400 gr pasta
  • 200 ml rjómi
  • 300gr smurostur með sveppum

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að skera kjúklingalundir eða bringur í bita og stekið á pönnu upp úr olíu og kjúklinakryddi eða ( salti & pipar)
    2. Sjóðið pasta
    3. Næst er það rjómasósan, saxið ferskan hvítlauk og sveppi niður smátt og steikið upp úr 3 msk af smjöri
    4. Bætið um 200 ml af rjóma yfir hvítlaukinn & sveppina ásamt 300 gr af rjómaosti og leyfið að bráðna vel saman þar til að þetta verður af góðri sósu
    5. Sigtið vatnið frá pastanu, blandið öllu saman í skál ( pasta, kjúkling & rjómasósu)

    Njótið vel !