Risarækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chili

Ef það var óskýrt þá elska ég rækjurétti, ég prófaði mig áfram með nokkur hráefni og úrð var þessi frábæri réttur.

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 8 hvítlauksrif, pressuð
 • 2-3 rauð chili
 • 1 pakki Kóríander
 • Safi úr 2 sítrónum
 • 3 msk Sweet chili sósa
 • 2 stk Risarækjur
 • Notið um 10cm af engiferrót

  Leiðbeiningar

  1. Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.
  2. Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.
  3. Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.
  4. Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.
  5. Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.
  6. Berið fram með einföldu salati og/eða hrísgrjónum.