Rice krispies með þeyttum rjóma, karamellu og bönunum!

Hérna kemur ein dásamleg kaka, einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt! Rice krispies kaka með þeyttum rjóma, bönunum og karamellu yfir.

1 klst 20 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 100gr smjör
  • 200gr suðusúkkulaði með karamellu og sjávarsalti
  • 5 msk síróp
  • 6 bollar Rice krispies
  • 300gr rjómi ( 250gr þeyttur rjómi ofan á kökuna) & 50gr rjómi saman við karamellurnar
  • 100gr Dumle karamellur
  • 2 stk bananar skornir í sneiðar

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að bræða smjör og súkkulaði í potti, bætið sírópi saman við og hrærið vel saman, leyfið aðeins að hitna en passið að sjóða alls ekki blönduna.
    2. Bætið Rice krispies saman við og slökkvið undir hitanum, blandið vel saman, leggið í form, mér finnst best að setja bökunarpappír í smellu form og blönduna ofan á hann.
    3. Kælið í frysti í um 50-60 mínútur.
    4. Takið úr forminu og setjið á kökudisk.
    5. Þeytið rjóma og skerið banana í sneiðar og leggið á kökuna.
    6. Blandið saman Dumle karamellum og rjóma í potti og slökkvið undir og látið blönduna aðeins standa, dreyfið henni svo yfir kökuna.

    Njótið vel !