Raita jógúrt sósa

Þessi sósa er einstaklega létt og fersk, hana má til að mynda nota með indverskum mat nú eða með grillkjötinu.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 dós hrein jógúrt
 • 1/2 gúrka skorin smátt í bita
 • 20gr ferskt kóríander saxað
 • Safi úr 1/2 lime
 • 3 stk hvítlauksrif pressuð

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni sem þarf í uppskriftina nema salt og pipar.

  Hérna kemur uppskrift af góðri jógúrt sósu, ég mæli með að leyfa sósunni að vera í ísskáp í 2-3 klst áður en hún er borin fram til að ná fram extra góðu bragði.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að skera gúrkuna smátt og setja hana í skál
  2. Saxið niður ferskt kóriander
  3. Takið 3 hvítlauksgeira og pressið þá og blandið þeim saman við gúrkuna og kóríanderið
  4. Setjið eina hreina jógúrt saman við og blandið vel saman
  5. Kreistin safa úr 1/2 lime út í og hrærið vel saman
  6. Setjið salt og pipar eftir smekk

  Geymið sósuna í kæli áður en hún er borin fram