Pítsarúlla

Tortilla kökur, fylltar af osti, pítsasósu, pepperóní og sveppum. Upprúllað, skorið niður og sett inn í ofn, alltaf jafn gott. Líka daginn eftir í nesti.

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 4 stk Tortilla kökur
 • 200 g Rifinn ostur
 • 400 g Pítsasósa
 • 250 g Sveppir
 • 90 g Pepperoni

  Leiðbeiningar

  1. Smyrjið tortilla kökur með pítsasósu
  2. Skerið niður sveppi og pepperoni og leggið á tortilla kökuna
  3. Stráið osti yfir og rúllið upp
  4. Skerið niður í bita og setjið á bökunarplötu og inn í ofn við 160 gráður í um 15 mínútur.