Penne pasta í hvítlauksrjómasósu

Hér er á ferðinni léttur og góður ítalskur penne pasta réttur. Sveppir, skinka, paprika steikt upp úr hvítlaukssmjöri & svo að lokum er hvítlauksrjómasósu blandað saman við. Prófaðu þennan góða pasta rétt í kvöldmatinn, þetta getur ekki klikkað!

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500gr Penne pasta
  • 150gr Skinka skorin niður
  • 1 stk Rauð paprika skorin smátt
  • 250gr Sveppir skornir niður
  • 2 stk Hvítlauksrif ( fín söxuð)
  • 150gr Hvítlauksostur
  • 200ml rjómi

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt & pipar.

    Aðferð:

    Byrjið á að skera niður sveppi, papriku, skinku og steikja það upp úr 2 (söxuðum) hvítlauksrifum og smjöri á pönnu. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlauksost í sneiðar, mér finnst gott að skera ostinn með ostaskera til að flýta fyrir eldun, blandið osti og rjóma saman í potti og myndið sósu. Slökkvið undir sósunni og leyfið aðeins að standa í 5 mínútur. Sigtið vatnið frá pastanu, setjið það í skál og blandið grænmetinu & hvítlaukssósunni saman við.

    Berið fram með ferskri steinsselju & smá parmesan osti.

    Njótið vel !