Pasta salat með pestó kjúkling.

Hollt, gott og einfalt pasta salat með pestó kjúkling!

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingalundir
  • 400 g Pasta
  • 1 stk Pestó
  • 50 g Parmsean ostur
  • 180 g Mozzarella ostur
  • 200 g Tómatar kirsuberja
  • 20 g Fersk basilika

    Leiðbeiningar

    1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar.
    2. Sjóðið pasta, sigtið vatnið frá og leyfið aðeins að kólna.
    3. Skerið tómatana og mozzarella ostakúlurnar til helminga og blandið saman við pastað.
    4. Þegar kjúklingurinn er eldaður er hann tekinn af pönnunni og velt upp úr pestó í skál, svo eru honum blandað saman við pastað.
    5. Stráið parmasean osti yfir ásamt ferskri basiliku og berið fram.

    Njótið vel !