Pasta í hvítlauksrjómasósu
Dýrindis pastaréttur.
25 mín
4
skammtar
4.513 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.513 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 g Pasta (penne eða farfalle)
- 1 Laukur, saxaður
- 1 Rauð paprika, skorin í litla bita
- 500 g Beikon, skorið í litla bita
- 250 g Sveppir, skornir í fernt
- 1 stk Hvítlauksostur, skorinn í litla bita
- 500 ml Matreiðslurjómi
- 1 tsk Kjúklingakraftur
- 2 msk Smjör
- 0.5 tsk Svartur pipar
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
- Setjið ólífuolíu og 1-2 msk af smjöri á pönnu og látið bráðna.
- Látið papriku, rauðlauk, beikon, og sveppi út á pönnuna og steikið þar til beikonið er farið að dökkna. Hrærið reglulega í blöndunni.
- Bætið hvítlauksosti, rjóma og krafti saman við og látið malla við meðalhita þar til osturinn er bráðinn.
- Smakkið til með svörtum pipar og njótið.