
Páskagott með Cadbury eggjum !
Hérna kemur ótrúlega gott páskanammi, hið góða döðlugott með smá páskaívafi. Hvítt súkkulaði sett yfir bitnana og Cadbury egg mulin yfir, namm nú verður páskaveisla!
40 mín
8
skammtar
1.787 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.787 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500gr döðlur ( steinlausar)
- 250gr smjör
- 5-6 bollar Rice Krispies
- 400gr hvítt súkkulaði
- 80-100 gr popp
- 80 gr Cadbury egg
- Döðlur og smjör brætt saman í potti og hitað þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
- Blandið Rice crispies og poppi saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice crispies
- blönduna, setjið Cadbury-eggin yfir og frystið í um það bil 30 mínútur.
- Skerið í bita og njótið.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð: