Panna cotta með hvítu súkkulaði

Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru nær og þennan rétt hefur 7 ára sonur minn gert án nokkurra vandkvæða. Endilega prófið þið þetta!

2 klst 20 mín

1
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500 ml Rjómi
 • 100 g hvítt súkkulaðið, brytjað niður
 • 4 matarlímsblöð, látin liggja í volgu vatni í 5 mín og vatnið síðan kreyst frá
 • 1 poki Blönduð ber, frosin
 • 2 msk agave sýróp
 • 150 ml Mjólk
 • 25 g Sykur

  Leiðbeiningar

  1. Hitið rjóma og mjólk í potti við meðalhita þar til blandan fer næstum því að malla. Lækkið þá hitann og hrærið súkkulaðinu og sykrinum saman við og hrærið þar til það er leyst upp og blandast saman við rjómann

  2. Takið af hitanum og setjið matarlímsblöðin saman við. Hærið þar til þau eru uppleyst. Geymið nú þar til blandan hefur kólnað. Setjið þá í form og í frysti. Gott er að nota sílíkonform eða láta plastfilmu í önnur form þannig að það náist almenninlega úr. Geymi í frysti í amk. 2 tíma.

  3. Hitið berin í potti og setjið agave sýróp saman við. Hitið þar til berin eru farin að maukast. Takið panna cotta úr formunum og látið á disk og berið fram með berjasósunni.