Ostakúla Unu

Tilvalið að bera fram í partýinu með góðu kexi og vínberjum

15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 stk Paprika
 • 1 stk Rjómaostur
 • 1 stk Rauðlaukur
 • 1 pakki Hunangshnetur

  Leiðbeiningar

  Ostakúla

  Aðferð 1. Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita

  1. Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál

  2. Myndið kúlu með höndum, mér finst best að fara í hanska á meðan ég geri kúluna

  3. Setjið filmu yfir og geymið í kæli í um 3 klst áður en haldið er áfram

  4. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr hnetumylsnunni

  Njótið vel !