Ostakaka með trönuberjasósu að hætti Unu

Bragðgóður eftirréttur sem einnig er einfaldur í framkvæmd, rauða sósan gerir hann svo extra góðann. Miðast við 5-6 skálar.

30 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 200 grömm súkkulaðikex
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 400 ml rjómaostur
 • 100 grömm flórsykur
 • 1 tsk kanill
 • 1 msk vanilludropar
 • 70-80 grömm trönuber
 • 1 dl appelsínusafi
 • 2 msk Sykur

  Leiðbeiningar

  Innihald

  • 200 gr Mc´vitis kex með súkkulaði
  • 500 ml rjómi
  • 400 ml rjómaostur
  • 100 gr flórsykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 msk vanilludropar
  • 70-80 gr trönuber (helst fersk) ef ekki þá þurrkuð í poka eða trönuberjasultu
  • 1 dl appelsínusafi
  • 2 msk sykur

  *Aðferð *

  1. Byrjið á myla kex í skálar
  2. Þeytið rjómann
  3. Bætið mjúkum rjómaostnum saman við ásamt flórsykri og vanilluddropum og blandið vel saman
  4. Leggið rjómablönduna yfir kexmulninginn
  5. Sjóðið saman í potti við vægan hita trönuber, appelsínusafa, kanil og sykur. Passið að hræra vel í sósunni.
  6. Þegar sósan er farin að þykkna er slökkt undir hitanum
  7. Sigtið sósuna, þannig að engir kekkir verði eftir, hellið sósunni svo yfir rjómaostablönduna.
  8. Geymist í kæli í 2-3 klst áður en borið fram.