
Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó
Þessi kjúklingaréttur sýnir það og sannar að stundum er einfalt langbest!
50 mín
4
skammtar
3.365 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.365 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 700 g Kjúklingabringur
- 190 g Pestó með sólþurrkuðum tómötum
- 150 g Salatostur
- 8 Döðlur, steinlausar
- 15 g Chilí
Setjið kjúklingabringurnar í ofnfast mót.
Látið pestó í skál ásamt fetaostinum og stappið gróflega saman með gaffli. Hellið yfir kjúklingabringurnar.
Saxið döðlunar og chilí og látið yfir allt.
Setjið inn í 180°c heitan ofn í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.