
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið.
50 mín
6
skammtar
2.195 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.195 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hráefni
- 1 stk Rauðlaukur, skorinn smátt
- 4 Hvítlauksrif, pressuð
- 1 tsk Salt
- 1 tsk Pipar
- 1 tsk Cumin
- 1 tsk Paprikuduft
- 400 g Saxaðir tómatar, vökvinn skilinn frá
- 6 stk Ostar í sneiðum
- 6 stk Hamborgarabrauð
- 500 g Nautahakk
Gljái
- 8 msk Smjör
- 2 msk Púðursykur
- 1 msk Dijon sinnep
- 1 msk Sesamfræ
- 1 msk Worcestershire sósa
Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Setjið nautahakkið á pönnuna og kryddið með salti, pipar, cumin og paprikukryddi. Bætið lauk og hvítlauk saman við og hrærið reglulega í öllu þar til kjötið hefur brúnast. Hellið tómötunum út í og blandið vel saman.
Raðið neðri hluta hamborgarabrauðanna í ofnfast mót. Skiptið nautahakkinu niður á brauðin og setjið síðan ríflegt magn af ostasneiðum yfir nautahakkið. Látið efri hluta brauðsins yfir ostinn.
Gerið gljáann með því að setja allt í pott og hita vel saman. Hellið gláanum yfir hamborgarana. Bakið við 175°c í um 25 mínútur.